Katla aftur orðin græn

Kötlujökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Litakóði flugs vegna Kötlu hefur verið færður aftur í grænan. Litakóði var færður í gulan þann 29. júlí, vegna jökulhlaups í Múlakvísl.

Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er yfirstaðið. Rafleiðni nálgast smám saman eðlileg mörk en fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.

Fyrri greinArna Ír setti HSK met
Næsta greinFyrsti sigur Hrunamanna – dramatík hjá Árborg