Katrín býður til funda á Suðurlandi

Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til funda á Suðurlandi næstu daga en hún verður á ferðinni í Árnes- og Rangárvallasýslum.
 
Katrín og Gunnar Sigvaldason, eiginmaður hennar, ferðast um Suðurland sunnudaginn 21. apríl. Fyrsti áfangastaður er Þingvellir þar sem Katrín og Gunnar kynna sér starfsemi þjóðgarðins. Næst er ferðinni heitið að Laugarvatni, þar sem
heilsað verður upp á heimamenn.

Klukkan 13 hefst opinn fundur á kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum í Grímsnesi og klukkan 15 verður opinn fundur í Risinu í miðbæ Selfoss.  Kaffiveitingar verða í boði.

Klukkan 20 á sunnudag er þriðji opni fundur Katrínar og Gunnars þann daginn í Skyrgerðinni í Hveragerði.

Á mánudagskvöld kl. 20 hefst opinn fundur í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og á þriðjudagsmorgun ætlar Katrín að taka daginn snemma og heimsækja fólk, fyrirtæki og stofnanir á Hellu. Í hádeginu á þriðjudag, kl. 12:00, verður svo hádegisverðarfundur í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.

Fyrri greinErna Hrönn í ´80s-dressi tengdamömmu
Næsta greinVortónleikaröð hefst á sumardaginn fyrsta