Herferð gegn lausagöngu katta er hafin hjá dýrafangaranum í Árborg. Frelsi þeirra verður ekki liðið lengur. Kettir skulu annað hvort vera innandyra eða í bandi á lóð eigenda.
Fyrir rúmum mánuði greindi Sunnlenska frá nýjum reglum um kattahald þar sem lausaganga katta var bönnuð. Reglan hefur verið í gildi frá því í fyrrasumar en ekki framfylgt að fullu, það er að segja kettir voru yfirleitt ekki fangaðir nema að undangenginni kvörtun. Nú á að stíga skrefið til fulls.
Ragnar Sigurjónsson, dýrafangari, segir átakið að hluta til vegna skilaboða bæjarfulltrúa í umræddri frétt Sunnlenska en ekki síður útaf árstíma. „Fólki er illa við að kettirnir þaggi niður fuglasönginn,“ segir Ragnar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT