Eigendur jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafa samþykkt kauptilboð í jörðina. Innan jarðarinnar er Fjaðrárgljúfur, ein þekktasta náttúruperla landins.
Fréttablaðið greinir frá þessu og segja heimildir blaðsins að kaupverðið sé milli 300 og 350 milljónir króna.
Magnús Leópoldsson, fasteignasali, segir málið enn í ferli en íslenska ríkið hefur forkaupsrétt á jörðinni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er kaupandinn að jörðinni Íslendingur sem starfar við ferðaþjónustu.