Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni og Helgi Helgason, dönskukennari, hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og láti síðan af störfum, vegna ummæla hans um söngvarann Bashar Murad.
Í tikynningu frá skólanum segir að sú orðræða sem Helgi hefur viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni sem birtist á vef skólans í morgun.
Í færslu á Facebooksíðu Íslensku þjóðfylkingarinnar sagði Helgi að Bashar væri þátttakandi Hamas-samtakanna í Söngvakeppninni og sagði hann „grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba“.