Kennari í FSu með COVID-19

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur verið greindur með COVID-19.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari, sendi á nemendur og forráðamenn í morgun.

Kennarinn veiktist í fyrrakvöld en kom ekki í skólann í gær. Fjölbrautaskóli Suðurlands var opinn í dag en eins og aðrir framhaldsskólar verður skólinn lokaður í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi vegna samkomubannsins sem kynnt var í morgun.

Almannavarnir vinna nú að smitrakningu vegna kennarans og segir Olga Lísa að væntanlega verði haft samband við þá aðila sem kennarinn hefur haft samskipti við síðustu daga.

Fyrri greinÞorvaldur Gauti setti héraðsmet í 1.500
Næsta greinSkólastarf fellur niður í Árborg á mánudag