Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili. Vélin er af gerðinni Diamond DA20-C1 Eclipse, ber einkennisstafina TF-KFF og er lítið skemmd.
Á mbl.is kemur fram að nemandinn hafi verið að æfa lendingar þegar vélinni hlekktist á þannig að hún rann út af flugbrautinni og hreyfillinn rakst í jörðina. Gott veður, logn og bjart, var á Flúðum þegar atvikið átti sér stað.