Aðfaranótt miðvikudagsins 11. maí síðastliðinn var kerru með setlaug stolið þar sem hún var við verkstæði Smíðanda að Eyravegi 55 á Selfossi.
Í botni kerrunar var sólpallaefni en á hliðum brúnn krossviður. Setlaugin var 2000 lítra frá Norma.
Þeir sem veitt geta upplýsingar um þennan þjófnað eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.
Annars var síðsta vika og helgin róleg hjá Selfosslögreglunni að því er fram kemur í dagbók hennar.