Skera á framlag ríkisins til heilsustofnunar NLFÍ niður um 45% á næstu fjárlögum ef tillaga heilbrigðisráðherra nær fram að ganga.
Ráðherra tilkynnti forsvarsmönnum HNLFÍ um fyrirhugaðan niðurskurð á fundi í lok síðustu viku. Framlagið samkvæmt þjónustusamningi á þessu ári er um 550 milljónir en verður lækkað niður í um 300 milljónir á næsta ári samkvæmt tillögunni.
„Ef þetta verður að veruleika er fótunum algerlega kippt undan okkur,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar.
Stofnunin hefur ávallt notið mikilla vinsælda og alla jafna er um sex mánaða bið eftir dvöl. Rúmlega 1700 manns hafa þegar skráð sig á Facebook síðu þar sem niðurskurðinum er mótmælt.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT