Kirkjubær endurbyggður

Um þessar mundir vinna smiðirnir Guðmundur og Gísli Kristjánssynir ásamt Ingólfi Hjálmarssyni málara að viðgerðum á Kirkjubæ á Eyrarbakka.

Skipt verður um bárujárn á þaki og hliðum og alla glugga og hurðir og húsið lagfært þar sem þess er þörf. Viðgerðir innanhús taka síðan við en verið er að færa húsið í upprunalega gerð.

Kirkjubær stendur skammt vestan við Húsið á Eyrarbakka . Byggðasafn Árnesinga keypti húsið í árslok 2011 og verður það nýtt til sýningahalds þar sem ætlunin er að lýsa heimili alþýðufólks á milli stríða. Ráðgjafi við verkið er Jon Nordsteien arkitekt.

Heimasíða Byggðasafns Árnesinga

Fyrri greinVilhjálmur Bjarna: Gleðilegt sumar og farsæl komandi fjögur ár
Næsta greinJafntefli í lokaumferðinni