Kirkjubekkjaenglar gæta kirkjugesta

Á síðasta sóknarnefndarfundi vakti séra Axel Árnason, prestur í Selfosskirkju, athygli sóknarnefndar á hættu sem stafar af kirkjubekkjunum í Selfosskirkju.

„Málið er að þyngdarpunkturinn á þeim færist framar þegar litlir kroppar tylla sér á þá og þeir geta þá fallið yfir börnin. Þetta er einfalt að prufa. Ég er í raun hissa á að þetta skuli ekki hafi gerst á þeim 60 árum tæpum sem þeir hafa staðið í kirkjunni og alveg ljóst að svokallaðir kirkjubekkjaenglar hafi haft hendur á þeim,“ segir Axel í samtali við Sunnlenska.

„Ég vildi vekja máls á þessu því þetta gæti orðið hið versta mál því þetta eru þungir bekkir. Það gæti verið nóg að lengja fótstykkið út fyrir sessuna,“ bætir séra Axel við.

Fyrri greinVarað við stormi á miðvikudag
Næsta greinHófu byggingu einbýlishúss of nálægt Ytri-Rangá