Kirkjugarður vígður við Sólheimakirkju

Síðasliðinn sunnudag var vígður nýr kirkjugarður við Sólheimakirkju á Sólheimum í Grímsnesi.

Við messu á sunnudaginn, á kirkjudegi Sólheimakirkju, predikaði vígslubiskupinn í Skáholti sr. Kristján Valur Ingólfsson og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Birgi Thomsen. Ritningarlestra las Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima. Í lok athafnar vígði vígslubiskupinn nýja kirkjugarðinn.

Kirkjugarðurinn hefur verið á deiliskipulagi allt síðan árið 2001 og hafa margir komið að undirbúningi hans. Kostnaður við gerð garðsins er alfarið á höndum Sólheima svo og allt viðhald og umhirða.

Fyrri greinLífeyrissjóðurinn selur sinn hlut í Verkalýðshúsinu
Næsta greinVeiðin að glæðast í Litlasjó