Í síðustu viku var dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli afhent vegleg peningagjöf, tæpar 715 þúsund krónur, úr Minningarsjóði Guðrúnar á Lágafelli.
Upphæðin skal notuð til afþreyingar og aukinna þæginda og lífsgæða fyrir vistmenn. Sjóður þessi var stofnaður á útfarardegi Guðrúnar á Lágafelli í A-Landeyjum þann 29. september 1945.
Guðrún Aradóttir formaður sjóðsins afhenti gjöfina, þakkir fluttu þau Sólveig Eysteinsdóttir hjúkrunarforstjóri og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri, en sveitarstjórnin gerði hlé á yfirstandandi sveitarstjórnarfundi til að vera viðstödd.
Í lok þessarar góðu samverustundar spilaði Elvar í Vatnsdal nokkur gömul og góð lög á harmoniku.