Í dag tók hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli formlega við höfðinglegri gjöf frá Kvenfélaginu Bergþóru í Vestur-Landeyjum og Minningasjóð Kirkjuhvols.
Gjöfin erNustep T5XR fjölþjálfi með fylgihlutum sem á eftir að nýtast heimilisfólki vel til að viðhalda og auka hreyfigetu sína og stuðla þannig að bættum lífsgæðum.
Kvenfélagið Bergþóra gefur þessa gjöf í minningu um fyrrum formann kvenfélagsins, Hildi Ágústsdóttir frá Klauf, sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Hildur lést 26. júní síðastliðinn og hafði þá dvalið á Kirkjuhvoli í rúm 6 ár. Gjöfin kom í hús á afmælisdegi Hildar þann 13. október síðastliðinn en þann dag hefði hún orðið 85 ára.