Kirkjuráð hefur farið fram á að unnin verði úttekt á rekstri Skálholts hvað varðar verðlagningu þjónustu, starfsmannahald o.fl.
Rekstrartekjur staðarins voru mun lægri en búist hafði verið við á síðasta ári m.a. vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, opnun gestastofunnar dróst úr hófi jafnframt því sem að mun færri sækja sögusýninguna heldur en vonir stóðu til.
Samkvæmt heimildum Sunnlenska mun vera rætt um flutning á hluta af guðfræðikennslu Háskólans til Skálholts og frekari hagræðingu.