
Félag fyrrum þjónandi presta og maka stýrðu fallegri og innihaldsríkri guðsþjónustu í Hveragerðikirkju sunnudaginn 14. júlí sl.
Sr. Friðrik Hjartar prédikaði og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónaði fyrir altari. Ester Ólafsdóttir lék á orgelið í messunni. Að lokinni guðsþjónustu var kirkjukaffi í safnaðarheimilinu þar sem sr. Gylfi Jónsson lék á píanó undir fjöldasöng kirkjugesta.
Meðal kirkjugesta í Hveragerði var Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Þessi gæðastund var hluti tuttugu og fimm ára afmælishalds Hrútavinafélagsins en Kirkjuráðið hefur sótt messur í nær öllum kirkjum á Suðurlandi í starfstíma ráðsins.
Í lok kirkjukaffisins ávarpaði Kirkjuráðið hina fyrrum þjónandi presta og þakkaði þær mörgu ánægjulegu samverustundir í kirkjum á Suðurland sem fært hafa tilverunni fyllingu.



