Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Hveragerðiskirkju

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars (f.v.) Björn Ingi Bjarnason, Hannes Sigurðsson, Böðvar Gíslason ásamt þeim sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og sr. Friðriki Hjartar. Ljósmynd/Hrútavinafélagið Örvar

Félag fyrrum þjónandi presta og maka stýrðu fallegri og innihaldsríkri guðsþjónustu í Hveragerðikirkju sunnudaginn 14. júlí sl.

Sr. Friðrik Hjartar prédikaði og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónaði fyrir altari. Ester Ólafsdóttir lék á orgelið í messunni. Að lokinni guðsþjónustu var kirkjukaffi í safnaðarheimilinu þar sem sr. Gylfi Jónsson lék á píanó undir fjöldasöng kirkjugesta.

Meðal kirkjugesta í Hveragerði var Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Þessi gæðastund var hluti tuttugu og fimm ára afmælishalds Hrútavinafélagsins en Kirkjuráðið hefur sótt messur í nær öllum kirkjum á Suðurlandi í starfstíma ráðsins.

Í lok kirkjukaffisins ávarpaði Kirkjuráðið hina fyrrum þjónandi presta og þakkaði þær mörgu ánægjulegu samverustundir í kirkjum á Suðurland sem fært hafa tilverunni fyllingu.

Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason
Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason
Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason
Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason
Fyrri greinUmf. Hekla og Rangárþing ytra endurnýja þjónustusamning
Næsta greinAð gera úlfalda úr mýflugu – svar við grein oddvita B-lista í Árborg