Vegagerðin vekur athygli á því að sunnanverður Kjalvegur (vegur 35) er í mjög slæmu ástandi og varla ökufær.
Að sögn Svans G. Bjarnasonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðursvæði er vegurinn mjög holóttur og blautur vegna tíðafarsins sem er í gangi.
„Við ætlum að reyna að hefla hann eftir helgina. Okkur þótti bara rétt að vara fólk við þessu því hann er virkilega leiðinlegur yfirferðar,“ sagði Svanur í samtali við sunnlenska.is.