Í morgun færði Kjartan Björnsson Sjóðnum góða þrjátíu miða á jólatónleikana Hátíð í bæ sem fram fara í tíunda sinn á Selfossi þann 7. desember næstkomandi.
Það var Erla G. Sigurjónsdóttir hjá Árnessýsludeild Rauða krossins sem tók við miðunum fyrir hönd sjóðsins.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni, Rauða krossins, kirkjunnar og fleiri aðila til þess að styðja við bakið á þeim sem minni efni hafa.
Tónleikarnir Hátíð í bæ verða veglegir að vanda þetta árið og þar mun hin sanna jólastemmning fá notið sín.
Meðal þeirra sem koma fram eru Barnakór Hvolsskóla, Jógvan Hansen, Guðrún Gunnarsdóttir, Diddú, Lúðrasveit Þorlákshafnar og Karlakór Selfoss.