Kjartan vill leiða lista Sjálfstæðismanna

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður í Hlöðutúni í Ölfusi, hefur gefið kost á sér í 1. sæti lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum.

Í gær lauk fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldinn var að Höfðabrekku í Mýrdal. Þar var ákveðið að viðhafa prófkjör við val á framboðslista flokksins.

Í kjölfar þess tilkynnti Kjartan að hann gæfi kost á sér og óskar hann eftir stuðningi í fyrsta sæti listans og til að leiða starf Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Kjartan sat á Alþingi á árunum 2001 til 2009.

Fyrri greinFramboðsfrestur rennur út í næstu viku
Næsta greinAndlát: Óskar Sigurjónsson