Kjörsókn svipuð og í þingkosningum

Kjörsókn í Suðurkjördæmi klukkan 12:00 var 12,12% sem er svipað og á sama tíma í síðustu alþingiskosningum.

Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu var kjörsókn á sama tíma 10,5%.

Áætlað er að flytja kjörseðla úr Vestmannaeyjum í einu lagi með flugi eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan 22:00 í kvöld.

Ekki viðrar vel til flugs frá Eyjum þessa stundina en Grímur Hergeirsson, formaður kjörstjórnar, segir að það skýrist betur þegar líður á daginn.

Fyrri greinÁrborg tapaði í rigningunni
Næsta greinGuðmunda skoraði gegn Englandi