Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli verður haldin um næstu helgi og verður glæsileg dagskrá að vanda þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin hefst með kjötsúpu í Vélsmiðjunni Magna kl. 12 á föstudag og súpuröltið verður á sínum stað á föstudagkvöld þar sem boðið verður upp á súpu á sex stöðum.
Á laugardag er Naflahlaupið kl. 10:00 en mest verður um að vera eftir hádegi á miðbæjartúninu þar sem boðið verður upp á fjölbreytta hátíðardagskrá. Að lokinni brennu og brekkusöng á laugardagskvöldið telur hljómsveitin Allt í einu í magnað kjötsúpuball í Hvolnum.
Á sunnudag verður meðal annars söguganga að morgni með Ísólfi Gylfa og Harmonikkufélag Rangæinga spilar á Kirkjuhvoli síðdegis.