Árlegri góðgerðaviku í félagsmiðstöðinni Zelsiuz á Selfossi lauk í gær en þá buðu unglingar upp á kökur og knús við verslun Bónuss og Hagkaupa.
Góðgerðavikan hefur verið haldin tvisvar sinnum áður en þá fara unglingarnir meðal annars á leikskóla og leika við börnin, syngja á elliheimilum og halda böll þar sem ágóðinn rennur til góðgerðamála.
„Kökur og knús“ er líka fastur liður í góðgerðavikunni og tóku vegfarendur vel í uppátækið í gær og þáðu margir knús og köku.
Starfsmenn Zelsiuzar og Z-ráðið sjá um skipulagningu vikunnar en öllum unglingum er meira en velkomið að taka þátt.