Mánudaginn 24. apríl næstkomandi mun Hárstofan Hellu ásamt Hársnyrtistofunni Dís Hvolsvelli leggja Brynju Ósk Rúnarsdóttur í lið í söfnun sinni fyrir Sigurhæðir. Brynja safnar í minningu móður sinnar, Þórdísar Óskar Sigurðardóttur, sem lést árið 2020.
Frá klukkan 17:00 fram og fram á kvöld mun öll innkoma af klippingum renna óskipt til söfnunarinnar.
„Við ætlum einnig að selja vel með farin notuð föt á vægu verði næstu daga. Innkoma af fatasölunni fer einnig óskipt til styrktar Sigurhæðum. Við gerum þetta saman, verðum allar að klippa á Hárstofunni Hellu frá klukkan 17:00. Við tökum einnig við lítið notuðum, eigulegum og söluvænum flíkum. Þið styrkið við söfnunina með því móti,“ segir Bryndís Þorsteinsdóttir, eigandi Hársnyrtistofunnar Dís á Hvolsvelli, í samtali við sunnlenska.is.
Þeir sem vilja heita á Brynju Ósk og leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning 0308-13-1093, kennitala: 240769 4419. Verndari reikningsins er Sigríður Dröfn Björgvinsdóttir.