Vikuna 8. til 12. desember tók Vallaskóli á Selfossi þátt í “The Hour of Code”, alþjóðlegu átaki til að kenna börnum og unglingum að forrita á tölvur.
Allir nemendur í 5.-8. bekk tóku þátt eða rétt um 200 nemendur.
Verkefnið er hluti af tölvunotkunar- og upplýsingatækninámi í Vallaskóla og snýr að því að undirbúa nemendur betur undir rafræna framtíð.
Námið hefur mælst vel fyrir í vetur og er unnið í tengslum við aukna snjalltækjavæðingu Vallaskóla.