Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Stokkseyri á morgun og hefst dagskráin með hátíðarguðsþjónustu í Stokkseyrarkirkju kl. 11.
Að henni lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn.
Kl. 13:30 hefst skemmtidagskrá á íþróttavellinum þar sem boðið verður upp á kassaklifur, stígvélaþeytu, reiptog og hjólböruratleik.
Við höfnina verður koddaslagur og skemmtisigling og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt í koddaslagnum.
Kl. 14:30 verður síðan sjómannadagskaffi í barnaskólanum.
Það er Björgunarfélag Árborgar sem sér um hátíðarhöldin en styrktaraðilar eru Pylsuvagninn á Selfossi og Verkalýðsfélagið Báran.