Fjölbreytt dagskrá verður á sjómannadaginn á Stokkseyri. Björgunarfélag Árborgar hefur umsjón með hátíðinni.
Klukkan 11:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju og í lok hennar verður blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn.
Eftir hádegi verður skemmtidagskrá á íþróttavellinum og við höfnina. Kl. 13:30 verður kassaklifur, reiptog og hjólböruratleikur á íþróttavellinum en við höfnina verður koddaslagur og skemmtisigling.
Kl. 14:30 verður svo sjómannadagskaffi í barnaskólanum á Stokkseyri.