Köfunarslys í Silfru

Lögregla og sjúkralið ásamt björgunarsveitarmönnum úr Ingunni á Laugarvatni voru kölluð að gjánni Silfru á Þingvöllum um klukkan fjögur í dag þar sem kafari hafði misst meðvitund.

Björgunarsveitarmenn voru komnir að manninum um klukkan fimm þar sem hann var á hólma úti í Þingvallavatni. Hann var meðvitundarlítill en farinn að anda.

Maðurinn var fluttur í land en samkvæmt upplýsingum á staðnum er hann við betri heilsu en á horfðist og talið að hann muni ná sér að fullu.

UPPFÆRT 17:51

Fyrri greinFerðamaðurinn fundinn
Næsta greinÞórir meistari í Póllandi