Kolvitlaust veður í Skarðshlíð

Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa þegar þakjárn tók að fjúka af gömlu sjoppunni í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Þá fýkur allt lauslegt á Selfossi.

Þegar björgunarsveitin í Vík mætti á staðinn var kolvitlaust veður og skæðadrífa af járni fjúkandi um svæðið. Sæta á færis að fergja járnið um leið og það telst óhætt.

Í Hveragerði var tilkynnt að þakið á Eden væri að losna og Björgunarfélag Árborgar hefur sinnt um 30 verkefnum nú síðdegis.

Á Selfossi fýkur allt lauslegt, þakplötur auk þess sem einn kyrrstæður bíll fauk af stað. Einnig splundraðist 10 fm geymsluskúr við íbúðarhús í Laxabakka og stóra tjaldið í Garði jólanna í Tryggvagarði fauk af stað og er ónýtt.

Fyrri greinFólk varað við að vera á ferðinni
Næsta greinGuðjón Reykdal öðrum fremri