Ekki þurfti að rýma hús í nágrenni Eden en lögreglan íhugaði að rýma nærliggjandi hús við Heiðmörk þegar vind fór að hreyfa fyrir stundu.
Hætta var talin á að reyk leggði yfir hverfið en að lokum var horfið frá rýmingunni. Allt tiltækt lögreglulið er á vettvangi ásamt Hjálparsveit skáta í Hveragerði sem aðstoðar við umferðar og mannfjöldastjórnun en mikið af fólki fylgdist með slökkvistarfinu allt um kring. Austurmörkinni var lokað á meðan á slökkvistarfinu stóð.
Starfsmenn Shellskálans sem stendur hinu megin við Austurmörk, á móti Eden, sprautuðu vatni á bensíndælur og umhverfi þeirra á fyrstu mínútum brunans en neistar og efni úr mekkinum gengu yfir bensínstöðina.