Kornhæna er nú í vörslu lögreglunnar á Selfossi en hún fannst í íbúðarhverfi á Selfossi í gærkvöldi.
Tilkynnt var um hænuna á vappi í bænum í gærkvöldi og þar sem enginn eigandi fannst tók lögreglan hana í sína vörslu.
Finnandi hænunnar hefur lofað að koma henni í fóstur ef eigandinn gefur sig ekki fram. Kornhænur eru ekki algengar á Íslandi en nokkrir halda þær þó hér á Suðurlandi.
Fyrir skömmu var kornhænum og hana stolið úr hesthúsi á Eyrarbakka og fannst haninn í garði í íbúðarhverfi á Selfossi.