Farið var inn í hænsnakofa í hesthúsahverfinu á Eyrarbakka í fyrrinótt og þaðan stolið tveimur kornhænum og hitaperustæði.
Kornhænur eru ekki algengar á Íslandi en nokkrir halda þær þó hér á Suðurlandi.
Tjónið er óverulegt en eigandinn hefur áhyggjur af hænunum.
Fyrir skömmu var einnig stolið 38″ dekkjum á álfelgum úr sama hesthúsi og hafa þau ekki fundist.
Ef einhver veit hvar hænurnar, eða álfelgurnar, eru niðurkomnar er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á Selfossi.