Kosið á lista Framsóknar á morgun

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi verður samþykktur á kjördæmisþingi á Hótel Selfossi á morgun, laugardag. Kosið verður um röðun í sjö efstu sætin.

Átta einstaklingar hafa gefið kost á sér í sjö efstu sætin. Kosning um röðun í þessi sæti fer fram á tvöföldu kjördæmisþingi og á því eiga seturétt um 579 fulltrúar. Þingið hefst kl. 12:00.

Þau sem hafa gefið kost á sér eru:

1. sæti:
Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi

2. sæti:
Birgir Þórarinsson, varaþingmaður og ferðaþjónustubóndi, Vogum
Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi og útgerðamaður, Grindavík
Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi og skjalstjóri, Reykjanesbæ

3. sæti:
Fjóla Hrund Björnsdóttir, nemi í stjórnmála – og fjölmiðlafræði í HÍ og starfsmaður Hótel Rangá, Hellu
Haraldur Einarsson, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ, Urriðafossi í Flóahreppi
Sigrún Gísladóttir, nemi í sagnfræði í HÍ, Hveragerði

6. sæti:
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ, Hornafirði

Að loknu tvöfalda þinginu verður auka kjördæmisþing þar framboðslistinn í heild sinni verður lagður fram til samþykktar.

Kynningarblað um frambjóðendur

Fyrri grein24Update á íslensku
Næsta greinSamþykktu að gefa í söfnun kirkjunnar fyrir Landspítalann