Talningu atkvæða í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi lokið. Kosið var milli þriggja frambjóðenda og fékk enginn þeirra meirihluta atkvæða.
Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sr. Eiríkur Jóhannsson, fyrrverandi prestur í Hruna og sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi voru tilnefndir sem hæfir frambjóðendur í vor, en kjörið fór fram samkvæmt nýjum reglum kirkjuráðs.
Atkvæði féllu þannig að Axel hlaut 95 atkvæði, Eiríkur Jóhannsson 234 atkvæði og Kristján 247 atkvæði. Samkvæmt því hlaut enginn meirihluta atkvæða og verður kosið að nýju á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu þ.e. Eiríks og Kristjáns.
Á kjörskrá voru 979 manns og var kosningaþátttaka var um 62%. Alls bárust 605 atkvæði. Ógild atkvæði voru 24 og auðir seðlar 5.