Kosið um nafn á laugardaginn

Sundlaugin í Brautarholti.

Kosning um nafn á sveitarfélagið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður laugardaginn 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00.

Kosning utan kjörfundar hófst um miðjan desember og er opin þessa viku á hreppsskrifstofunni í Árnesi til klukkan 12:00 á föstudag.

Eftir umfjöllun og úrskurð Örnefnanefndar er kosið um eftirtaldar tillögur: Eystribyggð, Eystrihreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og Þjórsársveit.

Fyrri greinVann 48″ sjónvarp í jólahappdrætti
Næsta greinNat-vélin í úrvalsliðinu