Kötlusetrið fékk bingóágóða

Fyrr í vikunni komu þrjár konur úr stjórn Menningarfélagsins um Brydebúð færandi hendi í Kötlusetrið í Vík með peningagjöf.

Þarna voru á ferðinni þær Guðrún Sigurðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Æsa Gísladóttir sem afhentu Kötlusetri 270.000 krónur sem söfnuðuðust á bingói sem Menningarfélagið hélt á Regnbogahátíðinni.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, tók við peningagjöfinni og sagði að hún eigi án efa eftir að koma sér vel fyrir setrið.

Fyrri greinVésteinn flytur Kipketer til landsins
Næsta greinSöfnuðu tæpri milljón í fyrra