Kraftmikið starf Lionsklúbbs Selfoss

Formlegu vetrarstarfi Lionsklúbbs Selfoss lauk þann 12. apríl síðastliðinn með lokaferð. Lionsfélagar tóku þátt í fjölmörgum verkefnum á liðnum vetri.

Að sögn Alex Ægissonar, ritara, klúbbsins hefur starfið verið kraftmikið og félagar duglegir að mæta á fundi. Þrír nýir félagar voru teknir inn en einn féll frá.

„Fundirnir hafa verið sambland af gestafyrirlesurum og heimsóknum í fyrirtæki og á aðra staði. Okkar aðal fjáraflanir, útgáfa jólablaðs og Kótilettukvöldið gengu vel og gátum við því greitt út styrki í nokkur málefni,“ segir Alex.

Stjórnarskipti verða nú í félaginu en ný stjórn mun leiða starfið af krafti næsta vetur.


Frá árlegu kótilettukvöldi sem er ein af aðal fjáröflunum klúbbsins.

Fyrri greinBúfjáreigendur þurfa að taka sig á
Næsta greinÓbreytt niðurstaða í Hrunamannahreppi