Í gær voru á annað hundrað sjálfboðaliða frá Rauða krossinum, Landsbjörgu, Jeppaklúbbnum 4×4 og hópi sem settur var saman á Facebook sem tóku þátt í hreinsun, landbúnaðarstörfum og fleiru á bæjum undir Eyjafjöllum.
Kvenfélagasamband Íslands sá um mat í hádeginu fyrir fólkið að Heimalandi þar sem starfrækt er þjónustumiðstöð fyrir íbúa undir Eyjafjöllum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var nóttin mjög róleg en uppbyggingarstarf er hafið af fullum krafti.