Krapaflóð í Litlu-Laxá

Áin breiddi vel úr sér fyrir ofan límtrésverksmiðjuna í Torfdal. sunnlenska.is/Erla Björg Arnardóttir

Litla-Laxá í Hrunamannahreppi ruddi sig með tilþrifum í dag og fylgdist fólk með krapaflóðinu fara niður ána við Gröf og niður Torfdalinn um klukkan 15:30.

Engin mannvirki voru í hættu að sögn Sigmundar Brynjólfssonar, framleiðslustjóra í límtrésverksmiðjunni, en það vantaði rúman metra upp á það að áin flæddi yfir bakka sína fyrir ofan verksmiðjuna.

Erla Björg Arnardóttir, leiðsögumaður, fylgdist með á hinum bakkanum og að hennar sögn hækkaði hratt í ánni, um rúman metra á aðeins fimmtán mínútum. Þegar flóðtoppurinn var farinn niður ána sjatnaði aðeins en rennslið er ennþá talsvert og ísinn þéttur.

Litla-Laxá rennur í Stóru-Laxá, rétt fyrir ofan ármótin í Hvítá. Mikill ís er á Stóru-Laxá og er líklegt að hún muni sömuleiðis sprengja af sér ísinn verði hlýindin viðvarandi.

Myndböndin hér fyrir neðan eru frá Sigmundi Brynjólfssyni.

Fyrri greinPálína útnefnd samborgari ársins
Næsta greinMisstu af mikilvægum stigum