Sveitarstjórn Mýrdalshrepps krefst þess að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar á allri leiðinni frá Hvolsvelli til Víkur verði nú þegar færð í þjónustuflokk tvö.
Málið var rætt á fundi sveitarstjórnar í vikunni en þar kom fram að samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni þjónustudeildar Vegagerðarinnar eiga allir vegir með umferðarþunga yfir 500 bíla á sólarhring að vera í þjónustuflokki 2.
Í bókun sveitarstjórnar segir að umferðin um Reynisfjall hafi aukist gríðarlega undarfarin ár. Umferðartölur ársins 2014 liggja ekki fyrir, en ef reiknað er með sömu umferðaraukningu milli áranna 2013 og 2014 og var milli 2012 og 2013 þá megi áætla að meðalumferð á dag í desember til mars sé 603 bílar.