Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns og sveitarstjórnarmaður, er oddviti og sveitarstjóraefni D-listans í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra var samþykktur einróma á félagsfundi í Sjálfstæðisfélaginu Kára í gærkvöldi.
Listann skipar fólk sem hefur starfað að sveitarstjórnar- og landsmálum auk nýrra frambjóðenda. Elvar Eyvindsson, núverandi oddviti D-listans, lætur nú af sveitarstjórnarstörfum en hann skipar heiðurssæti listans.
Listinn er svohljóðandi:
1. Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns/lögreglustjóra og sveitarstjórnarmaður
2. Birkir Arnar Tómasson, bóndi og verktaki
3. Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi og atvinnurekandi
4. Heiða Björg Scheving, atvinnurekandi og fyrrverandi leikskólastjóri
5. Sigríkur Jónsson, hrossabóndi
6. Víðir Jóhannsson, málarameistari og ferðaþjónustubóndi
7. Harpa Mjöll Kjartansdóttir, klæðskera-og kjólasveinn, starfsmaður Leikskólans Arkar
8. Jón Óskar Björgvinsson, húsasmiður og nemi
9. Svavar Hauksson, símvirki og stjórnarmaður í félagi eldri borgara
10. Katrín Óskarsdóttir, nuddari og myndlistarmaður
11. Kristján Friðrik Kristjánsson, iðnfræðingur
12. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra
13. Ingibjörg Þorgilsdóttir, fyrrv. starfsmaður SS á Hvolsvelli
14. Elvar Eyvindsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður