Kristinn ráðinn yfirmaður tölvumála

„Það leggst bara mjög vel í mig að takast á við þetta starf, þetta er stórt umhverfi þannig að það verður í mörg horn að líta sem er bara spennandi.“

Þetta segir Kristinn Grétar Harðarson þegar hann var spurður hvernig honum litist á nýja starfið hjá Sveitarfélaginu Árborg en hann hefur verið ráðinn yfirmaður tölvumála.

Kristinn hefur undanfarin sex ár verið kerfisstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem spannar svæðið frá Akranesi vestur á Hólmavík og norður á Hvammstanga sem og alla þéttbýliskjarna þar á milli.

Kristinn hefur búið síðustu þrjátíu ár í Hveragerði og líkar það vel. Hann tekur við starfinu um næstu mánaðamót.

Fyrri greinFimm HSK met sett á mótinu
Næsta greinHlaupanámskeið og hlaupaæfingar fyrir byrjendur