Séra Kristján Björnsson hefur verið ráðinn til afleysingaþjónustu í Eyrarbakkaprestakalli frá og með 1. júlí sl.
Sr. Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1958 en hann hefur verið sóknarprestur í Vestmannaeyjum síðan 1998. Auk prestsþjónustunnar í Eyjum og safnaðarstarfsins er Kristján formaður Prestafélags Íslands. Kristján er kvæntur Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, leikskólakennara, leiðsögumanni og starfsmanni Blátt áfram í Reykjavík.
Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár kirkjur; Eyrarbakkakirkja, Stokkseyrarkirkja og Gaulverjabæjarkirkja. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson hefur leyst af í prestakallinu að undanförnu og mun hann þjóna því út júlímánuð.