Kristján ráðinn sóknarprestur á Breiðabólsstað

Sr. Kristján Arason. Ljósmynd/Kirkjan

Valnefnd Breiðabólstaðarprestakalls hefur valið sr. Kristján Arason í starf sóknarprests í prestakallinu, sem auglýst var á dögunum. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Kristján Arason er fæddur 31. ágúst árið 1991 og ólst upp á Helluvaði á Rangárvöllum. Foreldrar hans eru Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason. Kristján er kvæntur Evu Sóleyju Þorkelsdóttur frá Mel á Mýrum. Þau eiga saman þrjú börn, Harald Heiki þriggja ára, Sóldísi Klöru sex ára og Birki Daða níu ára.

Kristján lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2010 og lauk tveimur árum í mannfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist svo með með mag. theol gráðu frá sama skóla árið 2017 eftir fjögurra ára nám.

Hann hefur starfað sem sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. júní 2018.Einnig hefur hann starfað sem varðstjóri í slökkviliði Vesturbyggðar og setið í undirkjörstjórn Patreksfjarðar auk þess að hafa setið í stjórn marga félagasamtaka, svo sem Lionsklúbbs Patreksfjarðar og Íþróttafélagsins Harðar.

Fimm umsókir bárust um starfið og mun Kristján hefja störf þann 1. nóvember næstkomandi.

Fyrri greinTala eingöngu um vextina
Næsta greinBlekið þornar ekki á Selfossi