Kristófer ráðinn sviðsstjóri í Bláskógabyggð

Kristófer Tómasson.

Kristófer A. Tómasson, fyrrverandi sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur verið ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að bjóða Kristófer starfið. Sjö umsækjendur voru um starfið og voru þrír þeirra teknir í viðtal. Ásta Stefánsdóttur, sveitarstjóri og Helgi Kjartansson, oddviti, stýrðu ráðningarferlinu.

Starfið felur í sér stjórnun og daglegan rekstur framkvæmda- og veitusviðs en undir sviðið heyra fasteignir sveitarfélagsins og gatnakerfi, vatns-, hita- og fráveita, ljósleiðari, umhverfis- og hreinlætismál, auk reksturs þjónustumiðstöðvar, íþróttamiðstöðva og félagsheimilisins Aratungu, þ.m.t. mötuneytis.

Fyrri greinÁrgangur 2005 bólusettur í vikunni
Næsta greinSelfoss niður í 3. sætið