Kröftug hrina í Kötluöskjunni

Mýrdalsjökull. Ljósmynd/Sigurður Hjálmarsson

Klukkan 9:41 í morgun byrjaði kröftug jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli, norðaustarlega í Kötluöskjunni. Þrír skjálftar stærri en 4 hafa mælst, sá stærsti var 4,8 klukkan 9:47. Skjálftarnir hafa fundist í Þórsmörk.

Samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og nátttúruvárhópi Suðurlands telja sérfræðingar þessa virkni heldur óvenjulega miðað við árstíma.

Almannavarnir hafa fært fluglitakóði fyrir Kötlu yfir á gult, sem gert er þegar gosstöð sýnir merki umfram það sem er kallað bakgrunnsvirkni.

Fyrri greinKaffi er ekki drykkur heldur lífsstíll
Næsta grein40 ára afmælisveisla hjá Ingunni