Kröfuganga og ræðuhöld á Selfossi

Kröfuganga á Selfossi þann 1. maí. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Þann 1. maí verður kröfuganga á Selfossi við undirleik Lúðrasveitar Selfoss. Gangan hefst kl. 11:00 en gengið verður eftir Austurveginum, frá Austurvegi 56 að Hótel Selfossi þar sem skemmtun fer fram.

Ræðumenn dagsins eru Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB og Álfheiður Österby, námsmaður.

Leikfélag Selfoss mun sýna atriði úr leikritinu „Á vit ævintýranna“ og systurnar Unnur Birna og Dagný Halla Björnsdætur syngja nokkur lög. Kynnir er Gils Einarsson.

Félagar úr Hestamannafélaginu Sleipni munu fara fyrir kröfugöngunni á hestum og eftir hádegi verður teymt undir börnum í Sleipnishöllinni, frá kl. 12:30-14:30.

Fyrri greinJórukórinn syngur Disneylög
Næsta greinOlga gefur kost á sér í stjórn ÍSÍ