Krókusarnir eru örugg vísbending að nú styttist í sumarið en þeir eru víða farnir að kíkja upp úr moldinni á Suðurlandi.
Helga R. Einarsdóttir á Selfossi sendi okkur þessa fallegu mynd sem gleður eftir langan vetur.
Krókusar eru það fyrsta sem kemur upp í görðum á vorin, þeir eru lágvaxnir og einstaklega litskrúðugir. Þeir sýna ekki blómin mikið lengur en í viku tíma, blöðin standa aðeins lengur og undirbúa laukana fyrir næsta vor. Síðan visna þau og hverfa, enda er þá oftast farið að bera á öðrum blómgróðri í beðum.
Þó að það spái fúlviðri næstu daga þá er sumarið greinilega á næsta leiti.