Kubbur bauð lægst í sorphirðu í Ölfusi

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Kubbur ehf átti lægsta tilboðið í sorphirðu í Ölfusi 2019-2024 en tilboð í verkið voru opnuð í gær.

Tilboð Kubbs hljóðaði upp á rúmar 167 milljónir króna og var 5% undir kostnaðaráæltun verkfræðistofunnar Eflu, sem var rúmlega 176,2 milljónir króna.

Tvö önnur tilboð bárust og munaði 32% á hæsta og lægsta tilboði. Íslenska gámafélagið bauð rúmlega 210,4 milljónir króna í verkið og Gámaþjónustan rúmlega 223,7 milljónir króna.

Sveitarfélagið hefur nú falið Verkfræðistofunni Eflu að yfirfara tilboðin og er stefnt að því að ljúka samningagerð svo fljótt sem verða má.

Fyrri greinSuðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss – Búið að opna
Næsta greinFSu hefur æft af kappi fyrir viðureign kvöldsins