Kubbur ehf átti lægsta tilboðið í sorphirðu í Ölfusi 2019-2024 en tilboð í verkið voru opnuð í gær.
Tilboð Kubbs hljóðaði upp á rúmar 167 milljónir króna og var 5% undir kostnaðaráæltun verkfræðistofunnar Eflu, sem var rúmlega 176,2 milljónir króna.
Tvö önnur tilboð bárust og munaði 32% á hæsta og lægsta tilboði. Íslenska gámafélagið bauð rúmlega 210,4 milljónir króna í verkið og Gámaþjónustan rúmlega 223,7 milljónir króna.
Sveitarfélagið hefur nú falið Verkfræðistofunni Eflu að yfirfara tilboðin og er stefnt að því að ljúka samningagerð svo fljótt sem verða má.