Kveðjið jólin með kertaljósi og kósíheitum!

Ákveðið hefur verið að hætta við blysför, brennu og flugeldasýningu sem vera átti í Þorlákshöfn í dag af tilefni þrettándans.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð vaxandi suðaustanátt síðdegis með slyddu og 18-23 m/sek í kvöld og rigningu.

Íbúar Ölfuss eru hvattir til að eiga notalega samverustund og þá sérstaklega með börnunum og kveðja jólin með kertaljósi og kósíheitum.

Fyrri greinBúist við blindhríð á Hellisheiði
Næsta greinLandeyjahöfn of grunn fyrir nýjan Herjólf – Lóðsinn strandaði fyrir jól