Kveikt á jólaljósunum í Árborg

Mikið fjölmenni var við Ráðhús Árborgar nú síðdegis þegar Emma Karen Hákonardóttir kveikti á jólaljósunum á Selfossi.

Dagskráin hófst með ávarpi Eyþórs Arnalds, formanns bæjarráðs en síðan söng yngri barnakór Selfosskirkju jólalög og Sigríður Emma Guðmundsdóttir steig á stokk með laginu Halelúja.

Að því loknu taldi mannfjöldinn niður þangað til yngsta afmælisbarn dagsins í Árborg, Emma Karen, kveikti á jólaljósunum.

Jólatónlist ómaði í miðbænum og Skátafélagið Fossbúar bauð upp á kakó en opið er fram eftir kvöldi í verslunum á Selfossi og eru ýmis tilboð í gangi.

Fyrri greinHeimamenn kaupa Límtré
Næsta greinBragðdaufur sigur í Hveragerði